Kúlur Bryndísar Bolladóttur slá í gegn erlendis: Komnar í sölu í Normann Copenhagen

Bryndís Bolladóttir hönnuður Kúlulínunnar hefur gert samning við dönsku hönnunarverslunina Normann Copenhagen. Hönnun Bryndísar er nú fáanlegar í Danmörku.

Normann Copenhagen valdi tvo vöruflokka úr Kúlulínu minni. Nú er varan loks komin á heimasíðu þeirra og boltinn byrjaður að rúlla.

Á síðu Normann Copenhagen er lögð rík áhersla á að varan sé íslensk, unnin úr íslensku hráefni og öll unnin á Íslandi. Kúlurnar hennar Bryndísar hafa nú þegar vakið mikla athygli hérlendis en nú er hinn erlendi hönnunarheimur að ranka við sér því kúlurnar eru í nýjasta Elle Decor.

Hugmyndin af kúlunum kviknaði fyrir tveimur árum þegar Bryndís gerði nokkrar kúlur í herbergi dætra sinna. Hún var þó ekkert að hugsa um að setja þær í framleiðslu eða sölu. En svo leiddi eitt af öðru. Snagarnir úr Kúlulínunni eru mjög barnvænir því þeir eru mjúkir viðkomu.

Kúlurnar eru framleiddar á Íslandi.

Kúlurnar eru í framleiðslu á Íslandi, en útbjó ég verkefnið þannig að verndaðir vinnustaðir gætu unnið verkefnið. Þannig það myndaðist verkefni fyrir fatlaða einstaklinga í kjölfar samningsins. Ég hálpa til við innkaup en er ekki að framleiða neitt sjálf, Normann greiðir vernduðu vinnustöðunum.

Kúlurnar eru ekki bara fallegar sem skraut heldur hafa þær tilgang, þær eru nefnilega hljóðdemtrandi. Kúlan bætir tíðnisvörun herbergja með því að dreifa hljóðbylgjum og minnka endurkast þeirra. Algeng vandamál rýma er endurkast hljóðbylgna sem mynda standbylgjur og geta aukið glymjanda. Hérlendis fást kúlurnar í EPAL.