Kúlur Austurnets

kula2012Kúla er afmarkað verkefni sem hefur fjárhagslegt og verkefnalegt sjálfstæði. Kúlan er drifin áfram af tveimur lykil einstaklingum. Annars vegar eiganda kúlunnar sem jafnan hefur hvað mestra hagsmuna að gæta gagnvart framvindunni og hinsvegar leiðtoga kúlunnar sem er sá sem keyrir vinnuna áfram og er fulltrúi kúlu hýsilsins sem geymir verkefnið á meðan á því stendur.

Á myndinni má sjá á myndrænan hátt feril verkefnis, sem byrjar á hugmynd. Hugmyndin kemur frá fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem á einhverjum tímapunkti leitar til einhvers um að hýsa fyrir sig verkefni.

Leiðtogi hýsingaraðilans og eigandi fara í gegnum gátlista til að gera sér grein fyrir stöðu verkefnisins.

Ef þeir verða ásáttir um að vinna verkefnið áfram þá er mynduð nokkurskonar deigla í kringum verkefnið sem við köllum kúludeiglu. Inn í þá deiglu koma þeir aðilar sem eigandi og leiðtogi telja að þurfi til að leysa afmörkuð atriði innan verkefnisins og um hvert slíkt atriði er útbúin saga eða beiðni. Þessum atriðum er svo forgangsraðað og sett upp verkefnisplan fyrir afmarkaðan hluta beiðnanna.

Því næst er rætt við þá aðila sem komu að deilgunni um aðkomu þeirra að verkefninu og gerður við þá samningur um þátttöku. Sá samningur getur meðal annars falið í sér að viðkomandi láni ákveðnar bjargir í ákveðinn tíma á skilgreindum kjörum.  

Ef tekst að semja við alla aðila sem þurfa að koma að verkefninu til að það nái framvindu, þá er sett af staði vinnutörn eða sprettur. Í sprettinum er ákveðið að vinna að ákveðnum beiðnum í ákveðinn tíma og að þeim tíma loknum verður kynning á verkefninu fyrir þá sem hafa hagsmuna að gæta.

Að kynningu lokinni þá kemur kúludeiglan saman og gerir upp sprettinn og ákveður svo næstu skref fyrir verkefnið. Það eru þrjár leiðir mögulegar við lok spretts.

1. Skilgreina nýjan sprett og fara í gegnum sama vinnuferli aftur með nýjum beiðnum.

2. Stofna fyrirtæki í kringum verkefnið, þar sem síðasti sprettur sýnir fram á sjálfbærni verkefnisins.

3. Hætta verkefninu þar sem vinnan við sprettinn sýndi fram á að verkefnið hefur ekki forsendur til að ganga upp.